Um sextíu börn bíða eftir leikskólaplássi 14. nóvember 2005 07:00 Börnin á Mánagarði Alls vantar 68 starfmenn á leikskólum höfuðborgarsvæðisins samkvæmt síðustu úttekt Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Þar af vantar 54 leikskólakennara, 3,5 stöðugildi í sérkennslu og tvo deildarstjóra. Einnig vantar fólk í eldhús, skilastöður og afleysingar. Fæst starfsfólk vantar í Fossvoginn og Háaleitishverfi en flest í Breiðholtið. Enn fremur bíða um 60 börn í borginni eftir leikskólaplássi en í Árbæ og Grafarholti hafa öll börn verið tekin inn, að einum leikskóla frátöldum. Hingað til hefur þurft að mæta manneklu með því að stytta opnunartíma leikskólanna en að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur, sviðsstjóra menntasviðs Reykjavíkurborgar, er þess ekki þörf lengur. Tekist hefur að manna um 30 stöður frá því í haust, þar af fimm á síðustu þremur vikum. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, telur kjör leikskólakennara valda manneklunni. "Mér fannst Þorgerður Katrín, og raunar flestir sem tóku þátt í umræðunni á Alþingi, benda á rót vandans sem er fyrst og fremst kjörin," segir Björg. Í utandagskrárumræðu Alþingis á fimmtudag deildu menn um hvar ábyrgðin lægi. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði helming þeirra sem sóttu um í Kennaraháskóla Íslands hafa fengið frávísun vegna fjárskorts og úr því þyrfti ríkið að bæta. Þorgerður Katrín benti hins vegar á að um 400 menntaðir leikskólakennarar störfuðu annars staðar en í leikskólum og að það væri sveitarfélaganna að skapa viðunandi starfsumhverfi svo að fleiri kysu að starfa við leikskólakennslu. Björg telur að fólk sé loks að átta sig á vandanum en það sé auðvitað ekki nóg að tala um hlutina heldur verði einnig að standa við þá. Kjarasamningar leikskólakennara verða ekki lausir fyrr en á næsta ári og því sé lítið hægt að gera að svo stöddu. Björg segir þó að stuðlað verði að því að kjaramálin verið kosningamál í næstu sveitarstjórnarkosningum. Innlent Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Alls vantar 68 starfmenn á leikskólum höfuðborgarsvæðisins samkvæmt síðustu úttekt Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Þar af vantar 54 leikskólakennara, 3,5 stöðugildi í sérkennslu og tvo deildarstjóra. Einnig vantar fólk í eldhús, skilastöður og afleysingar. Fæst starfsfólk vantar í Fossvoginn og Háaleitishverfi en flest í Breiðholtið. Enn fremur bíða um 60 börn í borginni eftir leikskólaplássi en í Árbæ og Grafarholti hafa öll börn verið tekin inn, að einum leikskóla frátöldum. Hingað til hefur þurft að mæta manneklu með því að stytta opnunartíma leikskólanna en að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur, sviðsstjóra menntasviðs Reykjavíkurborgar, er þess ekki þörf lengur. Tekist hefur að manna um 30 stöður frá því í haust, þar af fimm á síðustu þremur vikum. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, telur kjör leikskólakennara valda manneklunni. "Mér fannst Þorgerður Katrín, og raunar flestir sem tóku þátt í umræðunni á Alþingi, benda á rót vandans sem er fyrst og fremst kjörin," segir Björg. Í utandagskrárumræðu Alþingis á fimmtudag deildu menn um hvar ábyrgðin lægi. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði helming þeirra sem sóttu um í Kennaraháskóla Íslands hafa fengið frávísun vegna fjárskorts og úr því þyrfti ríkið að bæta. Þorgerður Katrín benti hins vegar á að um 400 menntaðir leikskólakennarar störfuðu annars staðar en í leikskólum og að það væri sveitarfélaganna að skapa viðunandi starfsumhverfi svo að fleiri kysu að starfa við leikskólakennslu. Björg telur að fólk sé loks að átta sig á vandanum en það sé auðvitað ekki nóg að tala um hlutina heldur verði einnig að standa við þá. Kjarasamningar leikskólakennara verða ekki lausir fyrr en á næsta ári og því sé lítið hægt að gera að svo stöddu. Björg segir þó að stuðlað verði að því að kjaramálin verið kosningamál í næstu sveitarstjórnarkosningum.
Innlent Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira