Fullt út úr dyrum í kirkjum landsins 25. desember 2005 14:00 MYND/Valli Fullt var út úr dyrum við guðsþjónustur í flestum kirkjum landsins í gær. Í Grafarvogskirkju var gripið til þess ráðs að láta kórinn standa alla guðsþjónustuna til að sem flestir fengju sæti. Óhætt er að ætla að hin góða kirkjusókn landsmanna í gær sé að einhverju leyti að þakka hinu góða skapi sem veðurguðirnir voru í, en afar stillt veður var víðast hvar um landið. Á Akureyri var nánast full kirkja þegar jólahátíðin var hringd inn klukkan sex og einnig var mjög góð mæting í miðnæturmessuna. Sömu sögu er að segja frá Ísafirði, Húsavík og Selfossi, og í Egilsstaðakirkju var fullt út úr dyrum við messu klukkan sex, eða vel á þriðja hundrað manns, auk þess sem mjög fjölmennt var við miðnæturmessu. Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, var með miðnæturmessu í Dómkirkjunni í gær að vanda. Fullt var út úr dyrum og um 50 manns stóðu, auk þess sem nokkrir þurftu frá að hverfa. Biskupinn verður viðstaddur guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í dag en mun þó ekki messa, og mun reyndar ekki gera það fyrr en á nýársdag. Ástandið var verst, eða best eftir því hvernig á það er litið, í Grafarvogskirkju í gær, en Grafarvogssókn er fjölmennsta sókn landsins. 900 manns hlustuðu þar á aftansöng í upphafi jólahátíðarinnar og var gripið til þess ráðs að láta kórinn standa alla guðsþjónustuna til að sem flestir fengju sæti. Þá létu nokkrir sér gluggakistur kirkjunnar nægja til að hvíla lúin bein eftir jólaösina, og vera um leið í samneyti við Drottin. Guðsþjónustur verða víða um land klukkan tvö í dag, til að mynda í Dómkirkjunni í Reykjavík, á Ísafirði, Húsavík, í Kirkjubæjarkirkju, og Þingvallakirkju, en nánari upplýsingar um guðsþjónustur yfir hátíðarnar er að finna inn á www.kirkjan.is Fréttir Innlent Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Fullt var út úr dyrum við guðsþjónustur í flestum kirkjum landsins í gær. Í Grafarvogskirkju var gripið til þess ráðs að láta kórinn standa alla guðsþjónustuna til að sem flestir fengju sæti. Óhætt er að ætla að hin góða kirkjusókn landsmanna í gær sé að einhverju leyti að þakka hinu góða skapi sem veðurguðirnir voru í, en afar stillt veður var víðast hvar um landið. Á Akureyri var nánast full kirkja þegar jólahátíðin var hringd inn klukkan sex og einnig var mjög góð mæting í miðnæturmessuna. Sömu sögu er að segja frá Ísafirði, Húsavík og Selfossi, og í Egilsstaðakirkju var fullt út úr dyrum við messu klukkan sex, eða vel á þriðja hundrað manns, auk þess sem mjög fjölmennt var við miðnæturmessu. Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, var með miðnæturmessu í Dómkirkjunni í gær að vanda. Fullt var út úr dyrum og um 50 manns stóðu, auk þess sem nokkrir þurftu frá að hverfa. Biskupinn verður viðstaddur guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í dag en mun þó ekki messa, og mun reyndar ekki gera það fyrr en á nýársdag. Ástandið var verst, eða best eftir því hvernig á það er litið, í Grafarvogskirkju í gær, en Grafarvogssókn er fjölmennsta sókn landsins. 900 manns hlustuðu þar á aftansöng í upphafi jólahátíðarinnar og var gripið til þess ráðs að láta kórinn standa alla guðsþjónustuna til að sem flestir fengju sæti. Þá létu nokkrir sér gluggakistur kirkjunnar nægja til að hvíla lúin bein eftir jólaösina, og vera um leið í samneyti við Drottin. Guðsþjónustur verða víða um land klukkan tvö í dag, til að mynda í Dómkirkjunni í Reykjavík, á Ísafirði, Húsavík, í Kirkjubæjarkirkju, og Þingvallakirkju, en nánari upplýsingar um guðsþjónustur yfir hátíðarnar er að finna inn á www.kirkjan.is
Fréttir Innlent Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira