Innlent

Ógnaði leigubílstjóra með loftbyssu

MYND/Sigurður Jökull

Maður um tvítugt var handtekinn eftir að hafa miðað loftbyssu á leigubílstjóra við Stórhöfða rétt eftir klukkan hálf þrjú í nótt. Þegar leigubílstjórinn tilkynnti lögreglu um atvikið hafði maðurinn haupið á brott. Þegar laganna verður mættu á staðinn til að ræða við leigubílstjórann birtist byssumaðurinn á nýjan leik en hafði þá losað sig við vopnið. Byssan fannst skömmu síðar og maðurinn, sem var ölvaður, var fluttur í fangageymslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×