Innlent

Innbrot í Apple-verslunina við Brautarholt

Innbrot var framið í Apple-versluninni við Brautarholt í dag. Lögreglu barst tilkynning um innbrotið klukkan tvö og þegar hún kom á vettvang kom í ljós að rúða var skrúfuð úr glugga búðarinnar í heilu lagi. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu mikið var tekið en að sögn varðstjóra á vakt er talið að fyrst og fremst hafi verið um harða diska að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×