Aðgerðir gegn hallarekstri 24. júní 2005 00:01 Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti í gær tillögur til þess að draga úr rekstrarkostnaði skólans. Ráðið skipaði jafnframt starfshóp sem fara á yfir rekstrarkostnað og skipulag Auðlindadeildar, Upplýsingatæknideildar og og Félagsvísinda- og langadeildar skólans. Hópurinn á að skila áliti fyrir miðjan október næstkomandi. Samþykkt var á fundi ráðsins í gær að ráðast strax í ákveðnar aðgerðir. "Rekstrargrundvöllur Upplýsingatæknideildar hefur verið ótraustur undanfarið ár og ákvað ráðið því að innrita ekki nýja nemendur á þessu ári," segir Þorsteinn Gunnarsson rektor. "Jafnframt verður auðlindadeildin endurskoðuð með það að markmiði að ná fram rekstrarhagræðingu. Þá verður námsframboð félagsvísinda- og lagadeildar einnig endurskoðað í sparnaðarskyni." Fulltrúar í háskólaráðinu benda á að Háskólinn á Akureyri hafi undanfarin misseri ráðist í umfangsmiklar og erfiðar aðgerðir til að draga úr kostnaði, meðal annars með því að auka samakennslu og fækka námskeiðum. Ráðið kveðst fara í ofangreindar aðgerðir í trausti þess að stjórnvöld styðji háskólann áfram og komi til móts við fjárhagsvanda hans, meðal annars með auknum fjárframlögum þannig að hann geti framfylgt þeim markmiðum sem löggjafinn hafi sett honum. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Háskólinn á Akureyri hafi verið rekinn með halla frá árinu 2002 og í árslok hafi hann numið alls um 278 milljónum króna. Tekið er fram í skýrslunni að nemendafjöldinn við skólann hafi verið mun meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun rekur í skýrslu sinni sparnaðaraðgerir undanfarinna ára. Sett hafi verið yfirvinnuþak og gripið til fjöldatakmarkana svo nokkuð sé nefnt. Ríkisendurskoðun telur þrátt fyrir þetta að forsvarsmenn Háskólans á Akureyri hafi brugðist allt of seint við vandanum þar sem ljóst var þegar árið 2002 að rekstrarumfang hafi verið komið fram úr fjárheimildum. Þá segir í skýrslunni að menntamálaráðuneytinu hafi borið að grípa til nauðsynlegra aðgerða þegar ekki bólaði á nauðsynlegum aðgerðum árið 2003. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti í gær tillögur til þess að draga úr rekstrarkostnaði skólans. Ráðið skipaði jafnframt starfshóp sem fara á yfir rekstrarkostnað og skipulag Auðlindadeildar, Upplýsingatæknideildar og og Félagsvísinda- og langadeildar skólans. Hópurinn á að skila áliti fyrir miðjan október næstkomandi. Samþykkt var á fundi ráðsins í gær að ráðast strax í ákveðnar aðgerðir. "Rekstrargrundvöllur Upplýsingatæknideildar hefur verið ótraustur undanfarið ár og ákvað ráðið því að innrita ekki nýja nemendur á þessu ári," segir Þorsteinn Gunnarsson rektor. "Jafnframt verður auðlindadeildin endurskoðuð með það að markmiði að ná fram rekstrarhagræðingu. Þá verður námsframboð félagsvísinda- og lagadeildar einnig endurskoðað í sparnaðarskyni." Fulltrúar í háskólaráðinu benda á að Háskólinn á Akureyri hafi undanfarin misseri ráðist í umfangsmiklar og erfiðar aðgerðir til að draga úr kostnaði, meðal annars með því að auka samakennslu og fækka námskeiðum. Ráðið kveðst fara í ofangreindar aðgerðir í trausti þess að stjórnvöld styðji háskólann áfram og komi til móts við fjárhagsvanda hans, meðal annars með auknum fjárframlögum þannig að hann geti framfylgt þeim markmiðum sem löggjafinn hafi sett honum. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Háskólinn á Akureyri hafi verið rekinn með halla frá árinu 2002 og í árslok hafi hann numið alls um 278 milljónum króna. Tekið er fram í skýrslunni að nemendafjöldinn við skólann hafi verið mun meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun rekur í skýrslu sinni sparnaðaraðgerir undanfarinna ára. Sett hafi verið yfirvinnuþak og gripið til fjöldatakmarkana svo nokkuð sé nefnt. Ríkisendurskoðun telur þrátt fyrir þetta að forsvarsmenn Háskólans á Akureyri hafi brugðist allt of seint við vandanum þar sem ljóst var þegar árið 2002 að rekstrarumfang hafi verið komið fram úr fjárheimildum. Þá segir í skýrslunni að menntamálaráðuneytinu hafi borið að grípa til nauðsynlegra aðgerða þegar ekki bólaði á nauðsynlegum aðgerðum árið 2003.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira