Sport

Candela til Bolton

Franski bakvörðurinn Vincent Candela skrifaði í gær undir fimm mánaða samning við enska úrvalsdeildarliðið Bolton. Candela, sem hefur leikið með ítalska félaginu Roma, var ekki í náðinni hjá Luigi Del Neri, þjálfara liðsins, og vildi komast í burtu til að fá að spila reglulega. Candela sagðist kveðja Roma með söknuði og sagði árin hjá félaginu hafa hjálpað honum að þroskast sem leikmaður og einstaklingur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×