Innlent

Sérleyfisleiðir boðnar út

Ríkiskaup hafa boðið út sérleyfisleiðir vegna áætlunar- og skólaaksturs á árunum 2006 til 2008. Alls er um að ræða fjörutíu sérleyfisleiðir um allt land og er þetta í fyrsta skipti sem allar sérleyfisleiðirnar eru boðnar út. Á mörgum sérleyfisleiðum duga fargjöld ekki til að standa straum af kostnaði og er því óskað eftir tilboðum þar sem bjóðendur tilgreina hversu mikið þeir þurfa að fá greitt úr ríkissjóði til að geta sinnt rekstrinum, sá bjóðandi fær leiðina sem treystir sér til að sinna akstrinum með minnstum tilkostnaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×