Innlent

Hús fyrir fuglaskoðara á Reykhólum

Á vef Bæjarins besta á Ísafirði er sagt frá því að verið sé að reisa fuglaskoðunarhús við Langavatn í Reykhólahreppi. Það er sveitarfélagið sem stendur að byggingu hússins með styrk frá Ferðamálaráði. Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri segir fuglalíf í hreppnum rómað og því hafi sú hugmynd komið upp að reisa húsið. Fuglaskoðunarhús er eins konar skýli fyrir fuglaskoðara. Þar geta þeir hafst við með sjónauka sinn og fylgst með fuglalífinu í kring. Á Reykhólum eru nú staddir 16 unglingar á vegum Veraldarvina og tóku unglingarnir þátt í framkvæmdum um helgina. Einar segist vonast til þess að húsið verði tekið í notkun á næstu dögum og draumurinn sé að reisa annað hús skammt frá fljótlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×