Erlent

Sendiráði Bandaríkjanna á Filipseyjum lokað

Bandaríska sendiráðinu í Manila á Filipseyjum hefur verið lokað tímabundið vegna sprengjuhótunar. Þrátt fyrir að oft hafi verið minnst á sendiráðið sem mögulegt skotmark hryðjuverkamanna hefur því sjaldan verið lokað áður.

Útvarpsstöð á Manila hefur tilkynnt að lögreglufulltrúar séu að störfum innan sendiráðsins eftir sprengjuógn í gærkvöld. Fulltrúar sendiráðsins töldu sprengjuógnina nægilega trúverðuga til að loka sendiráðinu tímabundið og hvetja Bandaríkjamenn til að vera árvökula gagnvart árásum gegn þeim á Fililpseyjum.

Á Filipseyjum starfar armur af Al-Qaida hóp sem kallast Abu Sayyaf og er hann á skrá hjá Bandaríkjamönnum sem herská samtök. Þá er einnig talið að fulltrúar hins herskáa Jemaah Islamiyah hóps, sem kemur frá Indónesíu, séu á Filipseyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×