Erlent

Frakkar leggja niður vinnu

Líklegt er talið að mikill fjöldi fólks muni leggja niður vinnu um allt Frakklandi á þriðjudag til að mótmæla stefnu stjórnvalda í efnahags- og atvinnumálum. Þetta verður fyrsta alvöru barátta ríkisstjórnar Frakka, sem aðeins hefur starfað í fjóra mánuði, við verkalýðsfélög landsins sem þykja oft á tíðum óstýrilátar. Ríkisstjórn forsætisráðherrans Dominique de Villepin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir framgöngu sína í málum sem snúa að verkamönnum. Til að mynda þeim ofbeldisfullu mótmælum sem brutust út á Korsíku fyrir nokkru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×