Erlent

Giuliani íhugar forsetaframboð

Fyrrverandi borgarstjóri New York, Rudolph Giuliani, upplýsti á ferð sinni um Danmörku nýverið að hann ætlaði að ákveða á næsta ári hvort hann byði sig fram til forseta árið 2008. Hann setti þó þann fyrirvara að þessar hugleiðingar hans um að verða forsetaefni repúblikana gætu að engu orðið. Giuliani þótti sýna fádæma leiðtogahæfileika í kjölfar hörmunganna í New York þann 11. september árið 2001. Hann var í Danmörku vegna ráðstefnu viðskiptaleiðtoga í Kaupmannahöfn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×