Erlent

Ein og yfirgefin

Fjögurra ára gömul stúlka fannst ein og yfirgefin á náttfötunum úti á götu um miðja nótt í úthverfi New York í Bandaríkjunum. Þegar litla stúlkan, Valery Lozada, fannst hágrátandi, hafði hún þvælst um, berfætt á náttfötunum, í úthverfi New York-borgar. Það var kona sem tók eftir henni út um gluggann hjá sér, og veitti því strax athygli að ekki væri allt með felldu. Hún hafði samband við lögregluna sem ræddi síðan við stúlkuna, en stúlkan sagði að fósturpabbi sinn hefði skilið sig eftir Valery gat ekki sagt hvar hún ætti heima og ekki hafði verið lýst eftir henni, þannig að erfiðlega gekk að finna móður hennar. Það var ekki fyrr en mynd var birt af henni í sjónvarpi, sem málið tók að skýrast, því í kjölfarið fékk lögreglan vísbendingar sem leiddu hana á spor sambýlismanns móður hennar. Í ljós kom að hann hafði myrt móðurina og komið líki hennar fyrir í ruslapoka og hent því. Maðurinn játaði verknaðinn og hefur verið ákærður fyrir morð og vanrækslu á barni. Stúlkunni hefur verið komið fyrir hjá fósturforeldrum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×