Erlent

Fundur fyrirhugaður

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels og Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hafa samþykkt að funda í fyrsta sinn síðan Ísraelar drógu herlið sitt frá Gasasvæðinu. Abbas hringdi í Sharon í gær til að óska honum gleðilegs nýs árs, en nýtt ár hjá gyðingum, Rosh Hashana, er í þann mund að hefjast. Í samtalinu ákváðu þeir að hittast brátt og ræða saman í von um að efla friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×