Erlent

Mikill viðbúnaður

Mikill viðbúnaður er í höfuðborg Indónesíu, Djakarta, vegna sprengjutilræðanna á Kúta-ströndinni á Balí, í gær. Þrjátíu manns létu lífið í árásunum og um hundrað og tuttugu eru slasaðir, margir lífshættulega. Það var gestur á kaffihúsi á Kúta-strönd sem var með myndbandsupptöku í gangi rétt áður en ein af sjálfsmorðssprengjunum þremur sprakk á Balí. Á henni sést maður með bakpoka koma inn á kaffihúsið og er talið að það sé árásarmaðurinn og skömmu síðar springur sprengjan og allt verður svart. Mikil ringulreið ríkti eftir að sprengjan sprakk og ljóst að margir höfðu látið lífið eða særst. Meðal fórnarlambanna var fjöldi ferðamanna, enda er eyjan Balí vinsæl á þessum árstíma. Sjálfsmorðssprengjurnar þrjár sprungu með stuttu millibili á kaffihúsum og veitingastað á Kúta-strönd, en staðirnir voru fullir af fólki sem sat að snæðingi. Á annan tug fólks er enn saknað eftir sprengjutilræðin. Mikill viðbúnaður er nú í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, eftir árásirnar og eru hátt í tuttugu þúsund lögreglumenn á vakt í borginni til að gæta opinberra bygginga og sendiráða. Talið er að sömu hryðjuverkasamtök og stóðu að sprengjutilræðunum á Balí fyrir þremur árum og kostuðu um 200 manns lífið, hafi skipulagt árásirnar. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×