Erlent

Átök á Gaza

Til skotbardaga kom milli palestínskra lögreglumanna og meðlima samtaka Hamas á Gaza í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem til átaka kemur síðan að Ísraelar létu Gaza í hendur Palestínumanna í síðasta mánuði. Talmönnum lögreglu og samtaka Hamas ber ekki saman um hvor hafi átt upptök að átökunum en þrír særðust í þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×