Lífið

Eastwood fær að skjóta í Krísuvík

Búið er að gefa leyfi fyrir kvikmyndatökum á atriðum úr mynd Clints Eastwoods í Krísuvík. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti þetta einróma á fundi sínum fyrir hádegi. Leyfið til kvikmyndunar er veitt á grundvelli ákveðinna skilyrða um tryggingar og því að landi verði skilað í góðu ásigkomulagi. Ellý Erlingsdóttir, formaður ráðsins, segir að jafnframt hafi verið gerð krafa um að fornminjar verði virtar og Fornleifastofnun ríkisins verði fengin til að merkja það svæði sem fornleifar gætu leynst á. Ellý segir engan ágreining hafa ríkt innan ráðsins í morgun en bæði umhverfisnefnd Hafnarfjarðar og stjórn Reykjanesfólkvangs hafa lýst yfir óánægju með ákvörðunina, af ótta við að landsvæðið við Krísuvík eyðileggist. Það breyttist ekkert á fundinum í gær.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.