Palestínumenn fagna á Gaza 12. september 2005 00:01 Mikil kæti ríkti meðal Palestínumanna sem streymdu í gær inn í yfirgefnar byggðir ísraelskra landtökumanna á Gazasvæðinu. Síðasti ísraelski hermaðurinn fór þaðan í fyrrinótt en þar með lauk 38 ára hernaðarlegum yfirráðum Ísraela á Gaza. Í Rafah, við landamærin að Ísrael, klifraði fjöldi manna í fagnaðarlátunum yfir landamæravegginn að Egyptalandi. Herskáir hópar Palestínumanna reistu fána að húni, skutu villt upp í loftið úr byssum sínum og kveiktu í yfirgefnum bænahúsum gyðinga. Í látunum varð ungur Palestínumaður fyrir skotum egypsks landamæravarðar og fjórir Palestínumenn drukknuðu undan Gazaströnd, að því er sjúkrahússtarfsmenn greindu frá. Hamsleysi fagnaðarlátanna sýndi greinilega að öryggissveitir palestínsku heimastjórnarinnar eru verkefni sínu illa vaxnar enn sem komið er. Að palestínsk yfirvöld sýni að þau séu fær um að halda uppi lögum og reglu á Gaza er af mörgum álitið prófsteinn á að þau séu fær um að axla ábyrgðina á að tryggja öryggi í sjálfstæðu Palestínuríki. Síðasti ísraelski skriðdrekinn skrölti út úr Gaza rétt fyrir sólarupprás. "Verkefninu er lokið," sagði yfirmaður ísraelska herliðsins á Gaza, Aviv Kochavi, en hann var sjálfur síðasti hermaðurinn sem yfirgaf svæðið. Mahmoud Abbas, leiðtogi palestínsku heimastjórnarinnar, tjáði þjóð sinni að enn væri "langur vegur" eftir að stofnun sjálfstæðs ríkis, en sagði að þessum degi skyldi fagna sem mikilvægum áfanga. Palestínumenn gera sér vonir um að stofna ríki sitt á Gaza, Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem - svæðunum sem Ísraelar hernámu í "sex daga stríðinu" árið 1967 - en þeir óttast að Ísraelar muni ekki láta meira land af hendi. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir ríkisstjórn sína enn vilja framfylgja "Vegvísinum til friðar" sem Bandaríkin og fleiri ríki stóðu að og miðar að stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis, en sagði hvers konar frekari tilslakanir af hálfu Ísraela vera undir því komnar hvernig Abbas gengur að hafa hemil á palestínskum öfgamönnum. Erlent Fréttir Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Mikil kæti ríkti meðal Palestínumanna sem streymdu í gær inn í yfirgefnar byggðir ísraelskra landtökumanna á Gazasvæðinu. Síðasti ísraelski hermaðurinn fór þaðan í fyrrinótt en þar með lauk 38 ára hernaðarlegum yfirráðum Ísraela á Gaza. Í Rafah, við landamærin að Ísrael, klifraði fjöldi manna í fagnaðarlátunum yfir landamæravegginn að Egyptalandi. Herskáir hópar Palestínumanna reistu fána að húni, skutu villt upp í loftið úr byssum sínum og kveiktu í yfirgefnum bænahúsum gyðinga. Í látunum varð ungur Palestínumaður fyrir skotum egypsks landamæravarðar og fjórir Palestínumenn drukknuðu undan Gazaströnd, að því er sjúkrahússtarfsmenn greindu frá. Hamsleysi fagnaðarlátanna sýndi greinilega að öryggissveitir palestínsku heimastjórnarinnar eru verkefni sínu illa vaxnar enn sem komið er. Að palestínsk yfirvöld sýni að þau séu fær um að halda uppi lögum og reglu á Gaza er af mörgum álitið prófsteinn á að þau séu fær um að axla ábyrgðina á að tryggja öryggi í sjálfstæðu Palestínuríki. Síðasti ísraelski skriðdrekinn skrölti út úr Gaza rétt fyrir sólarupprás. "Verkefninu er lokið," sagði yfirmaður ísraelska herliðsins á Gaza, Aviv Kochavi, en hann var sjálfur síðasti hermaðurinn sem yfirgaf svæðið. Mahmoud Abbas, leiðtogi palestínsku heimastjórnarinnar, tjáði þjóð sinni að enn væri "langur vegur" eftir að stofnun sjálfstæðs ríkis, en sagði að þessum degi skyldi fagna sem mikilvægum áfanga. Palestínumenn gera sér vonir um að stofna ríki sitt á Gaza, Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem - svæðunum sem Ísraelar hernámu í "sex daga stríðinu" árið 1967 - en þeir óttast að Ísraelar muni ekki láta meira land af hendi. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir ríkisstjórn sína enn vilja framfylgja "Vegvísinum til friðar" sem Bandaríkin og fleiri ríki stóðu að og miðar að stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis, en sagði hvers konar frekari tilslakanir af hálfu Ísraela vera undir því komnar hvernig Abbas gengur að hafa hemil á palestínskum öfgamönnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira