Innlent

Stuðningur við landbún­að gæti minnkað mikið

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Guðmundur B. Helgason sem er ráðuneytisstjóri í landbúnaðar­ráðu­neyti­nu, fer fyrir viðræðuhópi Íslands innan G-10 samstarfsins á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Þar starfa saman níu ríki, Ísland, Ísrael, Japan, Suður-Kórea, Liechtenstein, Máritíus, Noregur, Sviss og Taívan.
Guðmundur B. Helgason sem er ráðuneytisstjóri í landbúnaðar­ráðu­neyti­nu, fer fyrir viðræðuhópi Íslands innan G-10 samstarfsins á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Þar starfa saman níu ríki, Ísland, Ísrael, Japan, Suður-Kórea, Liechtenstein, Máritíus, Noregur, Sviss og Taívan.
Guðmundur B. Helgason, ráðuneytisstjóri í land­bún­aðar­ráðuneytinu, segir fyrir­séð að sam­þykkt­ir á vegum Alþjóða­við­skipta­stofnunar­innar kalli á breyt­ing­ar á landbúnaðarkerfinu. Hann segir skýrast með vor­inu hverjar þær kunni að verða, en býst við helm­ings­niðurskurði í innan­landsstuðningi við land­búnað. Úr­lausn erfiðra álitamála var frestað til aprílloka á fundi Alþjóðavið­skipta­stofn­un­ar­inn­ar í Hong Kong. Guð­mundur leiðir viðræður fyrir hönd landbúnaðarráðuneytisins.

Guðmundur B. Helgason ráðu­neytis­stjóri segir ákveð­inn sam­hljóm með mál­flutn­ingi G-10 ríkj­anna og þróunarríkja á vettvangi Alþjóða­við­skipta­stofnunarinnar. Í báðum tilvikum hugnist þjóðunum lítt frjáls­­hyggju­­mál­flutn­ing­ur um fyrir­vara­laust og al­gjört af­nám tolla og við­skipta­hindr­ana. G-10 er hópur þjóða sem eiga það sam­merkt að flytja inn mikið magn mat­væla. Guðmundur kom heim af ráðherrafundi Alþjóðavið­skipta­stofnunar­inn­ar í Hong Kong rétt fyrir jól.

"Þetta eru stór mál og flókin og hags­munir­nir marg­þætt­ir. Þess vegna gefa þau sig mjög illa að ein­föld­um al­hæf­ing­um," segir Guð­mund­ur og telur að undan­farið hafi í sum­um mál­flutn­ingi gætt for­sjár­hyggju í garð van­þróuð­ustu ríkj­anna. "Kannski er það þannig að menn ættu að eyða meiri tíma í að hlusta á þessi ríki og greina þarfir þeirra frá þeirra bæjar­dyrum séð," segir hann og harm­ar gagn­rýni sem fram hef­ur kom­ið á sam­starf Íslands inn­an G-10 ríkja­hópsins. "Menn hafa látið að því liggja að stefna G-10 sé fátækustu ríkjunum fjand­sam­leg. En mál­flutn­ing­ur G-10 um hóf­samari nálganir en þessi hörðu frjálshyggjuöfl hafa boðað hafa mik­inn hljóm­grunn hjá fá­tækustu þjóð­un­um." Guð­mund­ur segir fátækari ríkin telja þær leiðir að tryggja algjört og skil­yrðis­laust viðskiptafrelsi ein­ung­is til þess falln­ar að önnur og sam­keppnis­hæfari ríki hirði upp allan ávinn­ing af frjáls­um milli­ríkja­viðskipt­um.

Ísland á undan öðrumMeðal þess sem samþykkt var á fundinum í Hong Kong var að veita út­flutn­ings­vör­um fá­tæk­ustu þjóða heims tolla- og magn­tak­markana­lausan að­gang að mörk­uð­um iðn­ríkja frá og með árinu 2008.

"Von manna er að þetta megi verða til að bæta hag þessara ríkja eitthvað," segir Guðmundur en bendir á að aðgangur þessara ríkja að okkar markaði hefur verið mjög greiður. Oft eru þessi ríki háð útflutningi á fáum eða jafnvel bara einni grunnafurð, svo sem sykri, ávöxtum, korni, bómull, eða einhverju þess háttar. Þessar vörur koma allar hingað til Íslands án nokkurra tolla eða ríkisafskipta."

Guðmundur bendir á að G-10 hópurinn hafi barist fyrir þessum markaðsaðgangi fátækustu ríkjanna. "Bandalagið er sum sé ekki verra en svo að mál­flutningurinn hefur verið mjög vinsamlegur þessum fátækustu ríkjum."

Hér verður skorið niðurNýafstaðinn fundur í Hong Kong er hluti af heildstæðri samn­inga­lotu um öll svið vöru- og þjón­ustu­viðskipta sem ýtt var úr vör í Doha í Katar árið 2001. Fjall­að er um skuld­bind­ing­ar varð­andi markaðs­að­gang í formi toll­kvóta og heimild­ir til að veita fram­leiðslu­tengd­an og við­skipta­trufl­andi innan­lands­stuðn­ing.

Guðmundur segir að ljóst hafi verið fyrir fundinn að ekki næð­ist að staðfesta endanlega á honum reikni­reglur um hversu mikið tollar ættu að lækka og hvern­ig.

"Vænting­um var því stillt í hóf," segir hann en bætir við að árangur­inn hafi þó verið meiri en búist var við. "Þarna var hins vegar leikinn ákveðinn biðleikur og erfiðum álitaefnum frestað til 30. apríl á næsta ári." Hann segir áhrif á okkur hér verða meiri af því sem eftir á að semja um og stefnt sé að því að gera fyrir 30. apríl.

"Náist það markmið næst sjáum við framan í þær tölulegu stærðir sem við og aðildarríkin í heild þurfa að framkvæma heimafyrir, hversu mik­ið tollheimildir okkar þurfa að lækka og fram­leiðslu­tengdur og viðskiptatruflandi innan­lands­stuðn­ingur. Það er er alveg ljóst að þær skuldbindingar munu hafa áhrif á landbúnaðarstefnuna hér."

Hann áréttar þó að ríki muni fá aðlögunartíma að breytingunum, trúlega fimm til sex ár. "Innan G-10 er lögð áhersla á að breytingar séu formaðar og framkvæmdar með hætti sem veiti landbúnaði í þessum ríkjum tækifæri til að laga sig að þessu." Guðmundir segir ekki ósennilegt að niðurskurður á heimildum til innanlandsstuðning við land­bún­að skerðist um 50 pró­sent.

Fyrirkomulag í skoðun"En nákvæmlega hvernig við útfærum framkvæmd þeirra skuldbindinga liggur ekki fyrir." Guð­mund­ur segir margt til skoð­un­ar í þeim efnum, til dæmis fyrir­komu­lag bein­greiðsl­na til kúa­bænda og fyrir­komu­lag opin­berr­ar verð­lagn­ing­ar í mjólkur­fram­leiðslu. "Sam­kvæmt fyrir­liggj­andi mjólkur­samn­ingi liggur fyrir að þegar sést á um hvaða tölur er að ræða er hægt að taka hann upp og gera nauðsynlegar breytingar."

Þá segir Guðmundur einnig koma til greina að skoða breytt fyrir­komu­lag styrkja, en ná­granna­­þjóðir okkar hafi í aukn­um mæli horfið frá notk­un fram­leiðslu­tengdra styrkja og tekið upp svo­kallaða græna styrki. "Það eru þá styrkir sem eru ótengdir fram­leiðslu og hafa þá ekki nema hverf­andi áhrif á við­skipti. Það kann að vera val­kost­ur fyrir okkur í framtíðinni, að því marki sem stjórn­völd hvers tíma kjósa að miðla stuðningi til land­bún­aðar­ins, hvort sem það varð­ar byggða-, umhverfis- eða aðra þætti sem falla undir þennan græna stuðning."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×