Erlent

Fyrstu dópsalarnir dæmdir

Kristjanía. Fangelsi bíður þriggja manna sem seldu eiturlyf í Kristjaníu í Kaupmannahöfn.
Kristjanía. Fangelsi bíður þriggja manna sem seldu eiturlyf í Kristjaníu í Kaupmannahöfn.

Þrír menn voru í vikunni dæmdir til fangelsisvistar fyrir hasssölu í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Þetta er í fyrsta skipti sem eiturlyfjasalar, í þessu fyrrverandi fríríki innan borgarmarka Kaupmannahafnar, hljóta dóm. Mennirnir fengu allt að tveggja og hálfs árs dóma.

Einnig voru innistæður á bankareikningum þeirra gerðar upptækar þar sem þeir gátu ekki sýnt fram á að hafa aflað fjárins með lögmætum hætti. Lögreglan lagði einnig hald á hlutabréf í eigu eins þeirra.

Námu sektirnar rúmlega tveimur milljónum danskra króna. Lögregla hafði fylgst með mönnunum í töluverðan tíma áður en þeir voru handteknir. Beittu lögreglumenn ýmsum ráðum, svo sem földum myndavélum auk þess sem danskir og sænskir lögreglumenn voru fengir til að versla við mennina. Eru þeir taldir hafa selt tæplega hálft kíló af hassi á dag.

Sá mannanna sem talinn er hafa verið stórtækastur var dæmdur fyrir sölu á 59 kílóum. Mennirnir eru á fimmtugsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×