Erlent

Norðmenn beiti sér áfram

Spenna á srí lanka. Stjórnarhermenn í Colombo.
Spenna á srí lanka. Stjórnarhermenn í Colombo.

Forseti Srí Lanka sem nýlega tók við embætti, Mahinda Rajapakse, æskti þess í gær að Norðmenn héldu áfram sáttasemjarahlutverki sínu í friðarumleitunum við aðskilnaðarsinna ­tamíla­­tígranna­ á eynni.

Norræna friðareftirlitsnefndin, sem Norðmenn fara fyrir, varaði við því að víxlverkandi ofbeldisverk sem átt hefðu sér stað að undanförnu stefndu vopnahléinu í borgarastríðinu í hættu. Rajapakse hitti norska sendiherrann, Hans Brattskär, í gær í kjölfar tveggja jarðsprengjuárása fyrr í vikunni sem urðu fimmtán stjórnarhermönnum að bana, en tamílatígrarnir eru sakaðir um að standa að baki þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×