Erlent

Castro mætti í tólf ára afmælið

Einhver frægasti kúbverski drengur samtímans, Elian Gonzales, hélt á þriðjudaginn upp á tólf ára afmælið sitt og mætti Fidel Castro, forseti í Kúbu, í afmælið. Sex ár eru liðin síðan móðir Elians reyndi að flýja með strákinn til Bandaríkjanna. Bátur sem mæðginin voru í sökk.

Móðir Elians drukknaði en drengurinn fannst á reki í sjónum skammt undan strönd Flórída. Í kjölfar atburðarins vildi faðir Elians fá hann aftur til Kúbu en ættingjar drengsins í Bandaríkjunum vildu halda honum í Bandaríkjunum. Forræðisdeilan varð að milliríkjadeilu milli Kúbu og Bandaríkjanna og vakti hún heimsathygli. Svo fór að lokum að faðirinn hafði betur í forræðisdeilunni.

Castro minntist þessa sigurs í tveggja tíma ræðu sem hann hélt í afmæli Elians.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×