Erlent

Lífeyrisaldur hækkaður

Ellin bíður allra. Árið 2050 þurfa Bretar að vera orðnir 68 ára til að geta hafið töku lífeyris úr opinbera kerfinu.
Ellin bíður allra. Árið 2050 þurfa Bretar að vera orðnir 68 ára til að geta hafið töku lífeyris úr opinbera kerfinu.

Til að losa opinbera lífeyrissjóðakerfið úr þeim ógöng­um sem það er komið í hefur breska ríkisstjórnin lagt til að hækka eftirlaunaaldur í áföngum úr 65 árum upp í 68 ár. Í staðinn eiga lífeyrisgreiðslur að hækka og taka fremur mið af ævitekjum en verðbólgu.

Stjórnarandstaðan gagnrýnir tillögurnar harðlega og segir þær allt of kostnaðarsamar. Michael Howard, fráfarandi leiðtogi íhalds­manna, benti auk þess á að á valda­tíma ríkisstjórnarinnar hefðu tugþúsundir manna tapað lífeyri sínum.

BBC hermir að tólf milljónir Breta yfir 25 ára aldri muni eiga erfitt með að láta enda ná saman þegar þeir komast á eftirlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×