Erlent

Fleiri innflytjendur í opinber störf

Anders Fogh Rasmussen telur að útlend­ingar njóti ekki sannmælis þegar þeir sækja um störf.
Anders Fogh Rasmussen telur að útlend­ingar njóti ekki sannmælis þegar þeir sækja um störf.

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, vill að fjögur prósent ríkisstarfs­manna í landinu verði af erlendu bergi brotin. Þetta er tillaga ríkis­stjórnarinnar um breytingar á þriggja ára gamalli áætlun um aukna atvinnuþátttöku inn­flytjenda.

Allir stærstu stjórnmálaflokkar landsins stóðu að átakinu sem nú er í endurskoðun. Á landsþingi Venstre, flokks Rasmussen, um síðustu helgi áminnti hann fyrirtæki í landinu fyrir að ráða ekki nógu marga innflytjendur. En á fundi með blaðamönnum í fyrradag viður­kenndi hann að ríkið væri eftir­bátur einkageirans í þessum málum.

Nú eru þrjú prósent starfsmanna í einkageiranum af erlendu bergi brotin, sem er helmingi hærra hlutfall en hjá ríkinu. Í Politiken í gær er haft eftir ráðherranum að hann vilji að innflytjendum bjóðist fleiri tækifæri í atvinnulífinu, enda segir hann að þær sögur gerist sífellt háværari að útlendingar njóti ekki sannmælis þegar þeir sæki um störf í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×