Ilmurinn úr eldhúsinu... 3. desember 2005 16:45 Desember er tími ofgnóttar í mat, drykk, samveru og kærleika. Hvarvetna má skjóta sér inn úr kuldanum og setjast að veisluborði í veitingahúsum landsins. Hér gefur að líta sýnishorn af aðeins fáeinum valkostum þegar kemur að jólahlaðborðum þetta árið. PERLANVox / HlaðborðHvað er í boði: Stærsta og mesta úrval hefðbundinna, íslenskra jólarétta; yfir áttatíu réttir á boðstólum. Sérstaða borðsins eru dádýr og hreindýr meðal aðalrétta. Verð: 4.950 krónur á mánudögum og þriðjudögum, en 5.950 aðra daga. Frítt fyrir börn undir sex ára aldri, en 3.500 krónur fyrir sex til tólf ára. Stemning: Líflegir starfsmannahópar um helgar. Fjölskyldur og einstaklingar að gera sér dagamun á virkum dögum. Perlan snýst einn hring á tveimur tímum. Í boði fyrir börnin: Ekkert barnahorn en haft ofan af fyrir börnum með litabókum og litum. Sunnudagar eru einkar vinsælir hjá barnafjölskyldum. Skemmtiatriði: Lifandi dinnertónlist á föstudags- og laugardagskvöldum. SKÍÐASKÁLINN Í HVERADÖLUMngfHvað er í boði: Hefðbundið íslenskt jólahlaðborð frá fimmtudegi til sunnudags. Verð: Fimmtudagar krónur 4.990, föstudagar og laugardagar krónur 6.400 og sunnudagar krónur 4.500. Frítt fyrir börn til tólf ára. Stemning: Hátíðleg stemning sem felst ekki síst í umhverfinu og staðnum sjálfum enda jólalegur skíðaskáli í fögrum fjallasal. Starfsmannahópar og vinaklúbbar í meirihluta um helgar, fjölskyldur á sunnudögum og minni hópar og einstaklingar á fimmtudagskvöldum. Skemmtiatriði: Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson syngja jólalög á fimmtudagskvöldum; hljómsveitin Sælusveitin leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld, en áður býður Ólafur Benedikt Ólafsson gesti velkomna með harmóníkuleik og söng yfir borðum. Rútuferðir fram og til baka innifaldar í verði á föstudags- og laugardagskvöldum. ARGENTÍNA STEIKHÚSytyHvað er í boði: Amerísk kalkúnaveisla þar sem heill kalkúnn er aðalaðdráttaraflið, auk dýrindis kalkúnarétta, lambafillets, en hvorki hangikjöt né hamborgarhryggur á borðum. Fyrir fólk sem leitar í jólaveislu með amerísku sniði, enda gömul hefð á Argentínu þótt breytilegir réttir séu frá ári til árs. Verð: Krónur 4.900 sunnudaga til miðvikudags. Krónur 5.700 fimmtudaga til laugardags. Ókeypis fyrir börn upp að sex ára aldri. Krónur 1.800 fyrir börn frá sex til tólf ára. Stemning: Lífleg um helgar þegar starfsmenn minni fyrirtækja gera sér glaðan dag á rótgrónu, litlu og yndislegu veitingahúsi. Fjölskyldur í meirihluta á fimmtudögum og sunnudögum. Í boði fyrir börnin: Ekkert barnahorn, en börn innilega velkomin. Skemmtiatriði: Engin. HÓTEL VALHÖLL Á ÞINGVÖLLUMyrtuHvað er í boði: Íslenskt og þjóðlegt og vel útilátið jólahlaðborð frá fimmtudegi til sunnudags. Hádegishlaðborð á sunnudögum. Verð: Krónur 4.900 í hádeginu á sunnudögum, annars 6.200 krónur. Krónur 1.850 fyrir börn frá fjögurra til tólf ára. Stemning: Róleg, rómantísk og afslöppuð. Þjóðlegur hátíðleiki í bland við fagurt og nýuppgert hótel sem skín af glæsileika. Kerti og luktir lýsa upp umhverfið og áhersla á þjóðgarðinn, hátíðleik og fagra upplifun. Í boði er sérstakur gistipakki fyrir tvo, þar sem jólahlaðborð og morgunmatur er innifalinn. Í boði fyrir börnin: Notalegt sjónvarpshorn með barnaefni, litabækur og fögur náttúra með snjókasti og vetrarfjöri utandyra. Skemmtiatriði: Védís Hervör Árnadóttir syngur jólalög við undirleik Valdimars Kristjánssonar um helgar. VOXpifodpsiddHvað er í boði: Hægt er að mæta í hlaðborð með jólaívafi í hádeginu. Þar eru hinir hefðbundnu smáréttir í boði auk svínakjötsins vinsæla. Þar að auki gefst gestum færi á að smakka fleiri eftirrétti en gengur og gerist á venjulegum hlaðborðum. Hins vegar er hægt að fá sér af svokölluðum jólaseðli þar sem herlegheitin hefjast með úrvali smárétta, öli og snafsi. Í forrétt er boðið upp á steiktan humar í kardimommukrydduðu gulrótarkremi. Í aðalrétt er hægt að velja á milli unggríss og villiandar en í eftirrétt er rjómarönd og jólaglögg. Þá má ekki gleyma jóla-brunchi í hádeginu á sunnudögum þar sem gestir geta mætt með börnin sín, gefið þeim að borða og komið þeim síðan í umsjá tveggja leiklistarnema ef þeir vilja fá ró og næði. Verð: Hlaðborðið kostar 3.250 krónur en jólaseðillinn er á 6.500 krónur en hægt er að bæta 3.500 krónum við og fá sérvalin vín með. Stemning: Vox býður hópa velkomna til sín og getur útbúið fasta matseðla sem bornir eru fram í fyrirfram pöntuðum sal. Veitingastaðurinn þykir nokkuð hlýlegur og hentar vel fyrir pör sem vilja gera sér dagamun. Í boði fyrir börnin: Enginn sérstakur matseðill er í boði fyrir börnin en hins vegar er hægt að einfalda allt á matseðlinum þegar þau eru með í för. Leiklistarnemarnir hafa vakið mikla kátínu meðal barnanna á sunnudögum. Skemmtun: Það er lifandi tónlist á barnum, fimmtudaga til sunnudaga. Á NÆSTU GRÖSUMaererHvað er í boði: Árleg friðarmáltíð, ígildi jólahlaðborðs, helgina 9. til 11. desember. Hnetusteik er í aðalhlutverki með úrvali meðlætis. Tíu ára gömul hefð þar sem gestakokkur er Spessi ljósmyndari. Verð: Krónur 2.200 Stemning: Gríðarleg stemning og hátíðleiki. Í boði fyrir börnin: Barnapitsur. Skemmtun: Blús og djass fyrir matargesti, auk ljóðaupplesturs Sigríðar Jónsdóttur á laugardagskvöldinu. HÓTEL LOFTLEIÐIRrerswHvað er í boði: Ekta danskt jólahlaðborð Idu Davidsen, sem er frægasta smurbrauðsdama Danaveldis, og Marentzu Poulsen. Árviss hefð í þrettán ár, sem byrjaði á Hótel Borg. Í boði alla daga vikunnar. Verð: Í hádeginu alla daga krónur 3.000; krónur 4.500 mánudags- til fimmtudagskvölds, og krónur 4.800 föstudags- og laugardagskvöld. Frítt fyrir börn yngri en fimm ára. Hálft gjald fyrir börn sex til tólf ára. Stemning: Danskur jólahátíðleiki svífur yfir vötnunum, enda Danir kunnir fyrir að dekra við sig í desember. Ida Davidsen kemur sjálf til landsins til að setja upp jólahlaðborðið, sem er ómissandi viðburður fyrir marga að verða vitni að. Skemmtun: Helga Möller og Magnús Kjartansson sjá um fagra jólatónlist á föstudags- og laugardagskvöldum. Sunnudagana 11. og 18. desember endar hádegishlaðborðið á dansi í kringum jólatré þar sem gjöfum til barna er úthlutað. n Menning Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira
Desember er tími ofgnóttar í mat, drykk, samveru og kærleika. Hvarvetna má skjóta sér inn úr kuldanum og setjast að veisluborði í veitingahúsum landsins. Hér gefur að líta sýnishorn af aðeins fáeinum valkostum þegar kemur að jólahlaðborðum þetta árið. PERLANVox / HlaðborðHvað er í boði: Stærsta og mesta úrval hefðbundinna, íslenskra jólarétta; yfir áttatíu réttir á boðstólum. Sérstaða borðsins eru dádýr og hreindýr meðal aðalrétta. Verð: 4.950 krónur á mánudögum og þriðjudögum, en 5.950 aðra daga. Frítt fyrir börn undir sex ára aldri, en 3.500 krónur fyrir sex til tólf ára. Stemning: Líflegir starfsmannahópar um helgar. Fjölskyldur og einstaklingar að gera sér dagamun á virkum dögum. Perlan snýst einn hring á tveimur tímum. Í boði fyrir börnin: Ekkert barnahorn en haft ofan af fyrir börnum með litabókum og litum. Sunnudagar eru einkar vinsælir hjá barnafjölskyldum. Skemmtiatriði: Lifandi dinnertónlist á föstudags- og laugardagskvöldum. SKÍÐASKÁLINN Í HVERADÖLUMngfHvað er í boði: Hefðbundið íslenskt jólahlaðborð frá fimmtudegi til sunnudags. Verð: Fimmtudagar krónur 4.990, föstudagar og laugardagar krónur 6.400 og sunnudagar krónur 4.500. Frítt fyrir börn til tólf ára. Stemning: Hátíðleg stemning sem felst ekki síst í umhverfinu og staðnum sjálfum enda jólalegur skíðaskáli í fögrum fjallasal. Starfsmannahópar og vinaklúbbar í meirihluta um helgar, fjölskyldur á sunnudögum og minni hópar og einstaklingar á fimmtudagskvöldum. Skemmtiatriði: Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson syngja jólalög á fimmtudagskvöldum; hljómsveitin Sælusveitin leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld, en áður býður Ólafur Benedikt Ólafsson gesti velkomna með harmóníkuleik og söng yfir borðum. Rútuferðir fram og til baka innifaldar í verði á föstudags- og laugardagskvöldum. ARGENTÍNA STEIKHÚSytyHvað er í boði: Amerísk kalkúnaveisla þar sem heill kalkúnn er aðalaðdráttaraflið, auk dýrindis kalkúnarétta, lambafillets, en hvorki hangikjöt né hamborgarhryggur á borðum. Fyrir fólk sem leitar í jólaveislu með amerísku sniði, enda gömul hefð á Argentínu þótt breytilegir réttir séu frá ári til árs. Verð: Krónur 4.900 sunnudaga til miðvikudags. Krónur 5.700 fimmtudaga til laugardags. Ókeypis fyrir börn upp að sex ára aldri. Krónur 1.800 fyrir börn frá sex til tólf ára. Stemning: Lífleg um helgar þegar starfsmenn minni fyrirtækja gera sér glaðan dag á rótgrónu, litlu og yndislegu veitingahúsi. Fjölskyldur í meirihluta á fimmtudögum og sunnudögum. Í boði fyrir börnin: Ekkert barnahorn, en börn innilega velkomin. Skemmtiatriði: Engin. HÓTEL VALHÖLL Á ÞINGVÖLLUMyrtuHvað er í boði: Íslenskt og þjóðlegt og vel útilátið jólahlaðborð frá fimmtudegi til sunnudags. Hádegishlaðborð á sunnudögum. Verð: Krónur 4.900 í hádeginu á sunnudögum, annars 6.200 krónur. Krónur 1.850 fyrir börn frá fjögurra til tólf ára. Stemning: Róleg, rómantísk og afslöppuð. Þjóðlegur hátíðleiki í bland við fagurt og nýuppgert hótel sem skín af glæsileika. Kerti og luktir lýsa upp umhverfið og áhersla á þjóðgarðinn, hátíðleik og fagra upplifun. Í boði er sérstakur gistipakki fyrir tvo, þar sem jólahlaðborð og morgunmatur er innifalinn. Í boði fyrir börnin: Notalegt sjónvarpshorn með barnaefni, litabækur og fögur náttúra með snjókasti og vetrarfjöri utandyra. Skemmtiatriði: Védís Hervör Árnadóttir syngur jólalög við undirleik Valdimars Kristjánssonar um helgar. VOXpifodpsiddHvað er í boði: Hægt er að mæta í hlaðborð með jólaívafi í hádeginu. Þar eru hinir hefðbundnu smáréttir í boði auk svínakjötsins vinsæla. Þar að auki gefst gestum færi á að smakka fleiri eftirrétti en gengur og gerist á venjulegum hlaðborðum. Hins vegar er hægt að fá sér af svokölluðum jólaseðli þar sem herlegheitin hefjast með úrvali smárétta, öli og snafsi. Í forrétt er boðið upp á steiktan humar í kardimommukrydduðu gulrótarkremi. Í aðalrétt er hægt að velja á milli unggríss og villiandar en í eftirrétt er rjómarönd og jólaglögg. Þá má ekki gleyma jóla-brunchi í hádeginu á sunnudögum þar sem gestir geta mætt með börnin sín, gefið þeim að borða og komið þeim síðan í umsjá tveggja leiklistarnema ef þeir vilja fá ró og næði. Verð: Hlaðborðið kostar 3.250 krónur en jólaseðillinn er á 6.500 krónur en hægt er að bæta 3.500 krónum við og fá sérvalin vín með. Stemning: Vox býður hópa velkomna til sín og getur útbúið fasta matseðla sem bornir eru fram í fyrirfram pöntuðum sal. Veitingastaðurinn þykir nokkuð hlýlegur og hentar vel fyrir pör sem vilja gera sér dagamun. Í boði fyrir börnin: Enginn sérstakur matseðill er í boði fyrir börnin en hins vegar er hægt að einfalda allt á matseðlinum þegar þau eru með í för. Leiklistarnemarnir hafa vakið mikla kátínu meðal barnanna á sunnudögum. Skemmtun: Það er lifandi tónlist á barnum, fimmtudaga til sunnudaga. Á NÆSTU GRÖSUMaererHvað er í boði: Árleg friðarmáltíð, ígildi jólahlaðborðs, helgina 9. til 11. desember. Hnetusteik er í aðalhlutverki með úrvali meðlætis. Tíu ára gömul hefð þar sem gestakokkur er Spessi ljósmyndari. Verð: Krónur 2.200 Stemning: Gríðarleg stemning og hátíðleiki. Í boði fyrir börnin: Barnapitsur. Skemmtun: Blús og djass fyrir matargesti, auk ljóðaupplesturs Sigríðar Jónsdóttur á laugardagskvöldinu. HÓTEL LOFTLEIÐIRrerswHvað er í boði: Ekta danskt jólahlaðborð Idu Davidsen, sem er frægasta smurbrauðsdama Danaveldis, og Marentzu Poulsen. Árviss hefð í þrettán ár, sem byrjaði á Hótel Borg. Í boði alla daga vikunnar. Verð: Í hádeginu alla daga krónur 3.000; krónur 4.500 mánudags- til fimmtudagskvölds, og krónur 4.800 föstudags- og laugardagskvöld. Frítt fyrir börn yngri en fimm ára. Hálft gjald fyrir börn sex til tólf ára. Stemning: Danskur jólahátíðleiki svífur yfir vötnunum, enda Danir kunnir fyrir að dekra við sig í desember. Ida Davidsen kemur sjálf til landsins til að setja upp jólahlaðborðið, sem er ómissandi viðburður fyrir marga að verða vitni að. Skemmtun: Helga Möller og Magnús Kjartansson sjá um fagra jólatónlist á föstudags- og laugardagskvöldum. Sunnudagana 11. og 18. desember endar hádegishlaðborðið á dansi í kringum jólatré þar sem gjöfum til barna er úthlutað. n
Menning Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira