Erlent

Ríkisstjóri náðar Lovitt

Þyrmt. Robin Lovitt. Refsingu hans var breytt í ævilangt fangelsi.
Þyrmt. Robin Lovitt. Refsingu hans var breytt í ævilangt fangelsi.

Innan við sólarhring áður en til stóð að Robin Lovitt yrði þúsundasti fanginn sem tekinn yrði af lífi í Bandaríkjunum frá því að dauðarefsingar voru teknar þar upp á ný fyrir 28 árum, ákvað ríkisstjóri Virginíu að þyrma lífi hans í gær. Refsingu Lovitts var breytt í ævilangt fangelsi án möguleika á náðun fyrir að stinga mann til bana með skærum í leikjasalarráni árið 1998.

Maðurinn sem nú er búist við að verði sá þúsundasti í röðinni er Kenneth Lee Boyd, sem á að fá banvæna sprautu í fangelsi í Norður-Karolínu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×