Innlent

Nýtt hverfi rís

Í gær undirrituðu landeigendur og bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ viljayfirlýsingu um að ganga til samninga um uppbyggingu Helgafellshverfis í Mosfellsbæ. Þar verða byggðar rúmlega þúsund íbúðir, 560 í sérbýli og 460 í fjölbýli. Einnig verður byggður grunnskóli, tveir leikskólar og fleiri þjónustubyggingar. Höfundur verðlaunatillögu um rammaskipulag Helgafellshverfis er Gylfi Guðjónsson, arkitekt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×