Innlent

Veiðileyfi hækkar um 137 prósent

Árni Baldursson. Fyrirtæki Árna selur veiðileyfi í silungsveiði á 24.900 krónur daginn.
Árni Baldursson. Fyrirtæki Árna selur veiðileyfi í silungsveiði á 24.900 krónur daginn.

Veiðileyfi á silunga­svæðinu í Víðidalsá í Húnaþingi hækka nú um 137 prósent á milli ára. Á þessu ári greiddu silungsveiðimenn 10.500 krónur fyrir daginn en koma til með að þurfa að greiða 24.900 fyrir veiðidaginn næsta sumar.

"Áður en við tókum við ánni þá var leigan á silungasvæðinu tvær milljónir á ári. Við borgum núna fjórar milljónir fyrir veiðisvæðið. Þessi 100 prósent hækkun á leig­unni skilar sér náttúrulega beint í veiðileyfin," segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á ehf., fyrirtæki Árna Baldurssonar.

Víðidalsá komst í fréttir þegar Lax-á bauð 50 milljónir króna í árlega leigu fyrir ána. Áður hafði leigan verið 32 milljónir á ári. Stefán segir að þar sem hér hafi verið um útboð að ræða hafi markaðurinn ráðið ferðinni. "Ef ég hefði ekki boðið þessa upphæð þá hefði svæðið farið á sama verði hvort eð er því ég var ekkert einn að bjóða í þetta."

Stefán bendir á að það hafi talsvert að segja að þarna sé aðeins veitt á tvær stangir. Árlega veið­ist á bilinu 1500 til 1700 silungar þarna og það sé með því allra besta sem hægt sé að komast í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×