Erlent

Rekin fyrir að verða ólétt

Michelle McCusker, kennslukona í New York, hefur kært skólann sem hún kenndi við fyrir að reka sig úr starfi fyrir að verða barnshafandi án þess að vera í hjónabandi.

Mannréttindasamtök höfða málið fyrir hönd McCusker og segja augljóst mál að henni hafi verið sagt upp á grundvelli kynferðis. Sjálf segist hún ekki skilja hvers vegna gripið sé til svo harka­legra aðgerða þegar horft sé til þess að kristin trú byggist á fyrirgefningu og virðingu fyrir lífinu og eigi þá einu að gilda hver hjúskaparstaða manns sé.

Talsmenn erkibiskupsdæmisins í New York segja hins vegar að skólinn hafi ekki átt annars úrkosti en að fylgja þeim reglum sem kveðið sé á um í handbók kennara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×