Erlent

Hnepptur í stofufangelsi

Pinochet. Áður hefur málum verið vísað frá vegna heilsufars hans.
Pinochet. Áður hefur málum verið vísað frá vegna heilsufars hans.

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hefur verið ákærður fyrir brot á skattalögum landsins og hnepptur í stofufangelsi. Honum er auk þess gefið að sök að hafa notað falskt vegabréf til að stofna bankareikninga erlendis en á stjórnarárum sínum, 1973-90, sankaði hann að sér feiknalegum auðæfum.

Ekki er sjálfgefið að af réttarhöldunum verði því málum gegn Pinochet hefur áður verið vísað frá vegna heilsufars hans. Læknar úrskurðuðu hins vegar á dögunum að þrátt fyrir ellimerki væri hann nægilega hraustur til að bera vitni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×