Erlent

Barnamjólk talin eitruð

Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu hafa bannað sölu á yfir þrjátíu milljón lítrum af smábarnamjólk sem Nestlé framleiðir undir ítölsku heiti. Ekki lágu fyrir nákvæmar ástæður þess að bannið var sett á en samkvæmt ítölsku fréttastofunni ANSA var mjólkin talin óhæf til neyslu vegna eiturefna í umbúðum sem talið er geta blandast mjólkinni.

Nestlé brást skjótt við tilmælum yfirvalda og hefur framleiðslu verið hætt meðan málið er rannsakað ítarlegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×