Erlent

Bótunum skipt

Sænska ríkisstjórnin kynnti í gær lagafrumvarp um að fráskildir foreldrar geti skipt á milli sín barnabótunum sem þeir fá frá hinu opinbera ef börn þeirra búa hjá þeim til skiptis. Þetta er gert til að reyna að fá feðurna til að axla meiri ábyrgð á börnunum.

Í dag er kerfið þannig að barnabæturnar eru greiddar móðurinni ef foreldrarnir hafa skilið og barnið býr til skiptis hjá þeim. Ef foreldrarnir koma sér saman um það má greiða bæturnar til föðurins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×