Erlent

Fá einnar viku feðraorlof

Spænskir feður munu í framtíðinni geta tekið sér einnar viku feðraorlof ef hugmyndir atvinnumálaráðherrans, Jesús Caldera, ná fram að ganga. Í dag er ekki um eiginlegt orlof að ræða til handa feðrum. Þeim er heimilt að vera 48 stundir frá vinnu meðan á fæðingu stendur en hafa umfram það engan rétt á launum eða bótum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×