Erlent

Saka Sharon um valdníðslu

Netanyahu. Stuðningsmenn Sharons segja Netanyahu skorta þann dug sem þeirra foringi býr yfir.
Netanyahu. Stuðningsmenn Sharons segja Netanyahu skorta þann dug sem þeirra foringi býr yfir.

Kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í Ísrael í vor er þegar hafin. Stuðningsmenn Ariels Sharon forsætisráðherra, sem í fyrradag klauf Likud-bandalagið, ítrekuðu í gær markmið hins nýja flokks um að friðarsamkomulagi við Palestínumenn yrði náð og þeir fengju að stofna sjálfstætt ríki.

Fyrrum félagar Sharons í Likud-bandalaginu vönduðu honum hins vegar ekki kveðjurnar í gær. Benjamín Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra og líklegur eftirmaður Sharons, sagði hann einræðisherra sem skildi ekki lýðræði og nýi flokkurinn væri fullur af strengjabrúðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×