Innlent

Óánægja með háskólatorg

"Við skiljum ekkert í því af hverju þetta torg á að tengja saman einar deildir en ekki aðrar," segir Höskuldur Þráinsson, prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Í þeirri sömu deild hafa menn lýst yfir óánægju sinni með hönnun nýs háskólatorgs sem reist verður milli Odda og Lögbergs og tengir þau hús saman.

Þeir undra sig á því af hverju torgið tengist ekki Nýja Garði og Árnagarði þar sem starfsemi hugvísindadeildar fer að mestu fram. Höskuldur segir að þeir muni halda á fund Ingjalds Hannibalssonar, formanns byggingarnefndar, á morgun og segja honum frá þessum sjónarmiðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×