Erlent

Níu manns látnir og tugir slasaðir

Uppbygging framundan. 
24. fellibylur ársins olli miklu búsifjum í Hondúras og í Belís og mikið starf framundan fyrir íbúa.
Uppbygging framundan. 24. fellibylur ársins olli miklu búsifjum í Hondúras og í Belís og mikið starf framundan fyrir íbúa.

Minnst níu létust og tugir slösuðust þegar fellibylurinn Gamma gekk yfir Hondúras í fyrrinótt. Honum fylgdi mikið úrhelli og bárust víða að tilkynningar um flóð og skriður og talið líklegt að mun fleiri hafi látist.

Stjórnvöld höfðu áður flutt tíu þúsund manns á brott frá þeim stöðum sem fellibylurinn gekk yfir en eyðileggingin var mikil. Þúsundir eru heimilislausir og vegir og ræktunarsvæði illa farin. Fellibylurinn Gamma er númer 24 í röð þeirra storma og fellibylja sem komið hafa að landi einhvers staðar í Mexíkóflóa eða í Karíbahafinu á þessu ári og hafa þeir aldrei áður verið fleiri.

Enn er mikill styrkur í Gamma og gera veðurfræðingar ráð fyrir að hann komi næst að landi við vesturströnd Kúbu og fari þaðan áleiðis til Jamaíku. Stormviðvaranir hafa verið gefnar út á báðum stöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×