Innlent

Krefjast dómsúrskurðar

Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Gestur Jónsson segir að vegna einhverra óútskýrðra ástæðna hafi hann ekki fengið umbeðin gögn.
Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Gestur Jónsson segir að vegna einhverra óútskýrðra ástæðna hafi hann ekki fengið umbeðin gögn.

Verjendur ákærðra í Baugsmálinu hafa krafist dómskúrskurðar þess efnis að sakborningar fái þegar í stað aðgang hjá Ríkislögreglustjóra að tölvugögnum sem fengin eru frá Jóni Gerald Sullenberger. Gögnin varða samskipti sakborninga og sakborninga og vitna.

"Við fengum skriflegt svar Ríkislögreglustjóra í byrjun september þar sem aðgangur var samþykktur en af einhverjum óútskýrðum ástæðum hefur ekki enn fengist þessi aðgangur þótt leitað hafi verið eftir því aftur og aftur," segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Í bréfi verjenda til dómara segir að sú ákvörðun Ríkislögreglustjóra að heimila ekki í reynd aðgang að gögnunum sé í senn ólögmæt og móðgandi gagnvart sóknaraðila auk þess sem háttsemin valdi því að sakborningar fái ekki notið lögbundinna úrræða til þess að verjast útgefinni ákæru.

Í bréfi, sem undirritað er af Jóni H.B. Snorrasyni saksóknara 7. september síðastliðinn, er heitið ótakmörkuðum aðgangi að umræddum gögnum en í Héraðsdómi Reykjavíkur lagði hann í gær fram beiðni um mat á þessum sömu gögnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×