Innlent

Á fjórða tug árekstra

Úr umferðinni. Hálkan kom höfuðborgarbúum á óvart.
Úr umferðinni. Hálkan kom höfuðborgarbúum á óvart.

31 árekstur varð í Reykjavík í gær. Þar á meðal varð einn fjögurra bíla árekstur fyrir utan Stjórnarráðið skömmu eftir hádegi. Þá rann fólksbíll á ljósastaur á Hverfisgötu. Bæði bíllinn og staurinn skemmdust töluvert.

Orsök flestra árekstranna má rekja til hálku, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík. Engin slys urðu á fólki í óhöppunum. Tveir minni háttar árekstrar urðu í Kópavogi og einn í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×