Innlent

Drengur fór á sleða í höfnina

Fjör í snjónum. Það getur verið gaman að renna sér á þotu en vissara að fara varlega nærri höfninni líkt og drengur í Keflavík komst að um helgina.
Fjör í snjónum. Það getur verið gaman að renna sér á þotu en vissara að fara varlega nærri höfninni líkt og drengur í Keflavík komst að um helgina.

Drengur á sleða náði ekki að stöðva sig við smá­báta­höfnina í Gróf í Keflavík og lenti úti í sjó laust eftir klukkan tvö á sunnudag. Lögreglu barst tilkynning um slys­ið klukkan 14.16 og var sjúkrabíll sendur á staðinn. Drengurinn hafði náð að synda yfir að smábátabryggjunni og kom­ist þar á þurrt.

Nærstaddir skutl­uðu honum svo heim þar sem honum var, að sögn lögreglu, kom­ið í heitt bað. Drengurinn hafði verið að renna sér í brekku sunnan við Bakka­veg en ekki náð að stöðva sleð­ann áður en hann kom að varn­ar­­­garði fyrir smábátahöfnina og því fór sem fór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×