Innlent

Á að bjarga bágum fjárhag

Vetur á Ólafsfirði. Sveitarfélagið er með skuldsettustu bæjarfélögum landsins.
Vetur á Ólafsfirði. Sveitarfélagið er með skuldsettustu bæjarfélögum landsins.

Meirihluti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar hefur samþykkt að selja hitaveitu bæjarins til Norðurorku á Akureyri fyrir 535 milljónir króna. Nokkur andstaða hefur verið meðal bæjarbúa við þessi áform, en rök bæjarstjórnar fyrir sölunni eru að fyrir megnið af söluandvirðinu verður hægt að greiða niður skuldir bæjarins.

Ólafsfjörður er meðal skuldsettustu bæjarfélaga landsins og fjármagnskostnaður vegna skulda orðinn mikill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×