Sport

Wenger fær 30 milljónir punda

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal fær 30 milljónir punda í sumar til að styrkja hóp liðsins fyrir baráttuna á næsta keppnistímabili.  Fram að þessu hefur verið talið að félagið þyrfti að halda að sér höndunum í leikmannakaupum vegna byggingar nýs vallar á Ashburton Grove, sem verður nýr heimavöllur Arsenal á þarnæsta tímabili. Nú hefur félagið hinsvegar náð samkomulagi við nýja styrktaraðila um að styðja við bakið á þeim við að styrkja leikmannahóp liðsins með kaupum á stórstjörnum í sumar, en liðið hefur sem kunnugt er verið í miklum vandræðum vegna meiðsla lykilmanna í vetur - ekki síst í vörninni og er búist við að þar muni liðið helst leitast við að styrkja sig með hinu rausnarlega framlagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×