Lífið

Páll Óskar og Monika í hátíðarskapi - tónleikar á Hótel Örk annan páskadag

Annan páskadag halda þau Páll Óskar og Monika Abendroth einu tónleika sína yfir páskahátíðina 2005, á Hótel Örk. Fátt er hátíðlegra en hljómþýður hörpusláttur í slagtogi við fallega söngrödd og því eru tónleikarnir kjörinn endir á góðu páskafríi jafnt fyrir sunnlendinga sem og fólk á ferð um Suðurland. Páll Óskar Hjálmtýsson (fæddur 1970) er sjálfmenntaður söngvari og hefur unnið sem slíkur frá barnsaldri.  Páll Óskar hefur verið áberandi sem ein skærasta poppstjarna Íslands undanfarinn áratug og eftir hann liggja fjölmargar upptökur á hljómplötum, sólóplötur og samstarfsverkefni með Milljónamæringunum. Monika Abendroth hörpuleikari (fædd 1944) stundaði tónlistarnám í Essen og hefur verið fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 1976.  Hún hefur haldið einleikstónleika bæði á Íslandi og í Þýskalandi og hefur auk þess starfað með mörgum kammersveitum og kórum.  Páll Óskar & Monika hófu samstarf sitt árið 2001 og fyrsta afurð þess samstarfs var geislaplatan "Ef ég sofna ekki í nótt" og tveimur árum síðar sendu þau frá sér jólaplötuna "Ljósin heima".  Þau hafa flutt tónlist við ýmis tækifæri hérlendis sem erlendis og hlotið lof fyrir glæsilegan og ljúfan flutning. Tónleikar þeirra verða á Hótel Örk annan páskadag og hefjast klukkan17:00. Miðaverð á tónleikannna er 1000 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.