Innlent

Fjölmennasta hátíðin á Akureyri

Fjölmennasta hátíðin þessa helgina virðist vera Ein með öllu á Akureyri. Þar eru nú hátt í tólf þúsund manns. Sól og blíða er í bænum og 19 stigi hiti. Um sex þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri eru um þrjú þúsund manns á óskipulagðri útihátíð. Í Herjólfsdal í Eyjum eru nú hátt í tíu þúsund manns og ágtætasta veður fyrir utan smá súld. Þoka er yfir flugvellinum og því var víst hvort vél Flugfélags Íslands, sem átti að fara í loftið upp úr fimm frá Reykjavíkurflugvelli, héldi þeirri áætlun. Á Bindindismótinu í Galtalæk voru mættir hátt í fjögur þúsund nú síðdegis í 18 stiga hita, á þriðja þúsund er á Neistaflugi í Neskaupsstað og um fimm hundruð manns eru á hátíðinni Álfaborgarséns í Borgarfirði eystra.  Á Síldarævintýrinu á Siglufirði er um þrjú þúsund manns, veður er með ágætasta móti, logn, nokkur ský á himni en sólin brýst fram við og við. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×