Innlent

Líklegt að Skaftárhlaup hefjist

Allt er með kyrrum kjörum við Skaftá en Matthew Robert á Veðurstofu Íslands segir þó vísbendingar um að Skaftárhlaup hefjist. Vart hefur orðið óróa á jarðskjálftamælum á Grímsfjalli og Skrokköldu sem þykja vísbendingar um að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir jöklinum. Hann segir að vatnið taki margar klukkustundir að berast undan jöklinum og því sé ómögulegt að segja til um hvenær það hefjist. Lögreglan í Vík í Mýrdal segir að þar sé allt með kyrrum kjörum, menn hafi ekki orðið varir við lykt né annað sem bendi til Skaftárhlaups. Þeir hafi þó fengið upplýsingar um að vatnsmagn væri í kötlunum í Vatnajökli en í litlu magni. Lögregla segir að Skaftárhlaup eigi ekki að hafa nein áhrif á byggð á svæðinu eða þjóðveginn. Hlaupið árið 1997 hafi valdið skemmdum á þjóðveginum en síðan þá hafi vegagerðin gripið til aðgerða sem eigi að fyrirbyggja að Skaftárhlaup eyðileggi þjóðveginn í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×