Innlent

Atlantsolía færir út kvíarnar

Fyrsta skóflustungan að nýrri bensínstöð Atlantsolíu verður tekin í dag að Bíldshöfða 20 á lóð Húsgagnahallarinnar. Stöðinni er ætlað að þjóna Grafarvogs- og Grafarholtsbúum sem og íbúum Mosfellsbæjar sem sækja vinnu til borgarinnar. Áætlaður byggingatími stöðvarinnar eru rúmir tveir mánuðir en það er Verktaki Magna sem sér um framkvæmdir. Við byggingu bensínstöðva Atlantsolíu eru í fyrsta sinn á Íslandi notaðar sérhannaðar forsteyptar einingar undir beníndælur sem eykur hagkvæmni og flýtir byggingatíma. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs Reykjavíkur, mun taka skóflustunguna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×