Erlent

Handteknir vegna barnakláms

Lögregla í sex ríkjum Evrópusambandsins handtók hóp manna í áhlaupi á 80 hús í löndunum sex vegna gruns um að fólk þar tengdist dreifingu og vörslu barnakláms á Netinu. Í tilkynningu frá Europol segir að um framhald aðgerða frá því í sumar hafi verið að ræða, en 14. júní var ráðist inn í 140 hús í 13 löndum Evrópu og leiddi það til þess að ríflega 130 manns sættu rannsókn vegna tengsla sinna við barnaklámsefni. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að komast að því hver fórnarlömbin og gerendurnir eru og hver framleiðir efnið, en þegar hefur einn verið ákærður fyrir kynferðisofbeldi gagnvart börnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×