Innlent

Sjálfstæðismenn ynnu borgina

Í borgarstjórn. Ef marka má skoðanakönnun sem Frjáls verslun gerði yrðu ýmsar sviptingar í borgarstjórn ef kosið yrði í dag.
Í borgarstjórn. Ef marka má skoðanakönnun sem Frjáls verslun gerði yrðu ýmsar sviptingar í borgarstjórn ef kosið yrði í dag.

Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta ef kosið yrði nú til borgarstjórnar samkvæmt skoðanakönnun sem Frjáls verslun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is.

Fylgi flokksins mældist 53 prósent en með slíkt fylgi næði hann níu mönnum inn í borgarstjórn. Samfylkingin mældist með 31 prósenta fylgi og fengi því fimm menn og Vinstri grænir sem mældust með 10 prósenta fylgi fengju því einn mann. Aðrir flokkar kæmu ekki inn manni.

Einnig kom fram í könnuninni að Stefán Jón Hafstein nýtur meira trausts sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar heldur en núverandi borgarstjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir. 67 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust treysta honum betur en 33 prósent sögðust treysta Steinunni Valdísi betur. Ekki var mikill munur á milli kynja en þó nýtur Stefán Jón heldur meira fylgis meðal kvenna.

Samtals voru 564 spurðir í þessari könnun sem gerð var dagana 7. til 8. þessa mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×