Innlent

Fróði braut á ritstjóra

Lóa Aldísardóttir
Lóa Aldísardóttir

"Ég vildi fá staðfestingu á því að þessi uppsögn væri ólögleg. Ég vildi einnig minna atvinnuveitendur á að þessi uppsagnarvernd í fæðingarorlofslögunum er í gildi og hana ber að virða," segir Lóa Aldísardóttir fjölmiðlakona. Úrskurðunarnefnd í fæðingar- og foreldraorlofsmálum úrskurðaði í fyrradag að tímaritaútgáfan Fróði hafi brotið fæðingarorlofslög í máli Lóu sem þá var ritstjóri Húsa og híbýla.

Brotið felst í því að Lóa átti ekki þess kost að hverfa aftur að fyrra starfi sínu né sambærilegu starfi að loknu fæðingarorlofi. "Mér sýnist sem atvinnurekendur virði ekki þetta ákvæði því ég þekki fleiri dæmi þess að fólki hafi verið sagt upp í fæðingarorlofi," segir Lóa. Hún segir þennan úskurð vera sér nægan og hún hugist ekki fara með málið fyrir dómstóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×