Erlent

Ekkert að kosningunum

"Enginn getur beitt valdi til að neyða fólk til að kjósa," sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti þegar hann varði forsetakosningarnar í Tsjetsjeníu. Gagnrýnt hefur verið að kosningarnar hafi ekki verið nægilega lýðræðislegar og að viðamikið kosningasvindl hafi átt sér stað. "Mikill meirihluti kjósenda greiddi einum og sama frambjóðandanum atkvæði sitt. Það er staðreynd," sagði Pútín. Bandaríska utanríkisráðuneytið segir kosningarnar ekki hafa uppfyllt alþjóðlega staðla og undir það taka ýmis mannréttindasamtök.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×