Innlent

Stórtjón á bæ við Hvolsvöll

Stórtjón varð á bænum Stíflu í Eyjahverfi austan við Hvolsvöll í morgun þegar vélageymsla brann þar til kaldra kola og allar heyvinnuvélar eyðilögðust meðal annars. Eldsins varð vart um klukkan tíu og voru slökkviliðsmenn og bílar sendir frá Hvolsvelli og Hellu og tók þá um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Eldurinn náði ekki til annarra bygginga á bænum og sakaði engan. Eldsupptök eru ókunn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×