Innlent

Skíðasvæði víða opin

Skíðasvæðið á Siglufirði verður opnað klukkan eitt og verður opið fram eftir degi. Þar er fimm stiga frost og mjög gott veður, betra en í gær. Þá verður einnig opið á skíðasvæðinu á Tindastóli í Skagafirði í dag. Skíðabrekkurnar verða opnaðar klukkan tólf á hádegi og verður opið til klukkan fjögur. Að sögn starfsmanna er færið frábært, níu stiga frost og hægur vindur.  Skíðasvæðin á Dalvík og Ísafirði eru opin og á Tungudalssvæðinu eru allar lyftur opnar. Lokað er í Bláfjöllum í dag og Hengilssvæðið verður lokað fram að jólum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×